Kraftmikið ár
í stafrænni vöruþróun. í vefhönnun. í markaðsetningu. í efnisljósmyndun. í forritun. í stafrænni þjónustu. í efnisvinnslu. í listrænni stjórnun.
Lítum yfir árið 2022…

Bandalag háskólamanna

Farsælt samstarf Hugsmiðjunnar og BHM hélt áfram á árinu sem var að líða og unnar voru tvær nýjar veflausnir; mínar síður og ytri vefur.
Nýr ytri vefur BHM er faglegur, fágaður og notendamiðaður. Ljósmyndir gæða vefinn lífi og fengum við tækifæri til að sjá um alla efnisljósmyndun fyrir vefinn samhliða stafrænni ásýnd og vefhönnun.

Skoða vef

Truenorth

Truenorth sérhæfir sig í að veita einstaka, hágæða framleiðsluþjónustu og er eitt reynslumesta framleiðslu fyrirtæki í Evrópu þegar kemur að staðarvali. Myndefnið sem Truenorth hefur upp á að bjóða er á heimsmælikvarða og mikilvægt að það fái að að njóta sín til fulls. Vefurinn er fágaður, sterkur og einstakur og samspil hönnunar og kvikunar í forritun er „next level“ — þótt við segjum sjálf frá!

Skoða vef

Hönnun Hugsmiðjunnar einkenndist af skilningi, hreinum stíl og fágun. Verkið var sérlega fagmannlega unnið og samstarfið var gefandi og skemmtilegt. Halelúja!

Leifur B. Dagfinnsson CEO / Founder Truenorth

Stafrænt Ísland

Við erum einkar stolt af því að taka áfram þátt í því að gera Ísland stafrænt. Nýjungar sem teymi Hugsmiðjunnar hefur útfært á island.is á liðnu ári eru fjölbreyttar: Mínar síður fyrir fyrirtæki. Ökuskírteini, ADR réttindi, skotvopnaleyfi og vinnuvélaréttindi eru nú öll aðgengileg í fáum smellum. Þar að auki geta nú allir nálgast upplýsingar um sín ökutæki og ökutækjaferil, auk uppflettinga í ökutækjaskrá. Nýjasta nýtt er stafrænt vegabréf og vegabréf barna. Stafræn þjónusta í hávegum höfð og fjölmörg framfaraskref á einu ári!

Skoða vef

Nú þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að muna vegabréfsnúmerið, enda einfaldlega hægt að opna það með nokkrum smellum í símanum. Stafrænt Ísland er á fullu skriði á nýju ári rétt eins og því liðna. - @Bjarni_Ben á Twitter

Bjarni Bendiktsson Fjármálaráðherra

Mínar síður BHM

Snemma árs 2022 fóru nýjar Mínar síður BHM í loftið. Skýr fókus var settur á nútímalegt viðmót, betri upplýsingagjöf og að einfalda umsóknarferli félagsmanna.

Skoða verkefni

Sérlyfjaskrá

Sérlyfjaskrá er gagnvirk upplýsingaveita Lyfjastofnunar fyrir fagaðila og almenning um öll lyf sem markaðssett eru á Íslandi. Sérlyfjaskrá er mikið notuð af heilbrigðisfagfólki. Það er því mikilvægt að hún sé áreiðanleg og lipur í notkun. Ný útgáfa Sérlyfjaskrár, endurhönnuð frá grunni af Hugsmiðjunni, var tekin í notkun í desember 2022.

Nánar

Lyfjastofnun

Stafræn verkefni Lyfjastofnunar voru fjölbreytt á árinu og auk nýrrar Sérlyfjaskrár unnum við að nýjum enskum vef stofnunarinnar ásamt fyrsta ársskýrsluvef hennar. Hugsmiðjan vann stafrænan hönnunarstaðal fyrir stofnunina 2019 sem hefur síðan mótað heildræna ásýnd í öllum þeirra veflausnum.

Skoða ársskýrsluvef


KEF+

Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og KEF+ er hreyfiafl allra verkefna Isavia sem tengjast uppbyggingu flugvallarins. Vefurinn var hannaður frá grunni og sérstök áhersla lögð á hreyfingu á plúsinum sem gefur vefnum lifandi ásýnd ásamt því að draga fram töluleg gögn.

Skoða verkefnið

Það er kraftaverki líkast hvað við náðum að gera á skömmum tíma, en ávallt með gleðina að leiðarljósi. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs við Hugsmiðjuna og að efla og byggja upp enn betri KEF+ vef til framtíðar.

Steinunn Jónasdóttir Vefstjórn og stafræn upplifun hjá IsaviaVinnustofur eru fullkominn vettvangur til að hefja farsælt samstarf með því að kynnast betur og setja okkur saman í spor notandans.

Guðrún Skúladóttir Viðskiptastjóri og UX sérfræðingur

Mjólkursamsalan

MS byggir á traustum grunni með langa sögu og leggur mikla áherslu á nýsköpun í takt við þarfir neytenda. Nýr vefur með framúrskarandi leitarvél auðveldar notendum að finna á myndrænan og aðgengilegan hátt sínar uppáhaldsvörur og kynnast sögu MS.

Skoða vefinn


 • Tryggvi

  Tryggvi Geir Magnússon, forritari

 • nýjir starfsmenn

  Arna Vala Sveinbjarnardóttir, hönnuður, Pétur Aron Sigurðsson og Þorkell Máni Þorkelsson, forritarar


LOGOS

Um miðjan nóvember 2022 leit nýr vefur lögmannsstofunnar LOGOS dagsins ljós. Lagt var upp með að hafa hann faglegan og aðgengilegan með viðmóti sem væri stílhreint, hlýtt og fágað — með smá tvisti. Rík áhersla er lögð á að vefurinn komi til skila sérfræðiþekkingu og reynslu starfsfólks LOGOS.

Lesa um verkefnið

Þjónustu­skrifstofa Félaga háskóla­menntaðra sérfræðinga

Fyrir þjónustuskrifstofu FHS, sem þjónustar fimm stéttarfélög, unnum við sex veflausnir sem allar byggja á sömu undirstöðum og virknieiningum en með aðlögun útlits og efnis eftir þörfum hvers og eins félags. Við sáum einnig um efnisljósmyndun fyrir hvert vefsvæði til að auka sérkenni þeirra enn frekar. 

Sérvirkni var útfærð fyrir birtingu kjarasamninga og öfluga leitarvirkni sem nær til allra skráðra samninga. Þessi virkni fyrir birtingu og viðmót kjarasamninga hjá FHS býður upp á spennandi framtíðarmöguleika og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við þá þróun.

Lesa um verkefnið

Það var mikill fengur fyrir okkur að vinna með Hugsmiðjunni við gerð þessara sex vefsíðna. Flækjustigið var þó nokkuð en starfsfólk Hugsmiðjunnar leysti vel úr því í samstarfi við okkur. Við erum einkar ánægð með veflausnirnar sem eru stéttarfélögum, sem við á Þjónustuskrifstofu FHS störfum fyrir, til sóma.

Georg Brynjarsson Framkvæmdastjóri

Aztiq.com

Unnið var að nýjum enskum vef fjárfestingarfélagsins Aztiq í ár ásamt áframhaldandi þróun annarra veflausna félagsins.

Skoða vefinn


Sjóböð, torfærur og partý

Buggy bílar og torfærur, fyrirmyndarfyrirtæki 2022, miðbæjarrölt í kaffibolla og lunch, strákarnir okkar á Bleika deginum, sumarpartý og snekkjujólapartý með dragshow twisti eru dæmi um félagslíf Hugsmiðjunnar þetta árið.

Haustfundur Hugsmiðjunnar var í þetta sinn haldinn í paradísinni Hvammsvík í Hvalfirði þar sem við lögðum línurnar fyrir komandi verkefni og nýttum svo restina af deginum í bongóblíðu í sjóböðunum, á paddle boards og skáluðum.

Eftir 17 góð ár á Snorrabraut flutti Hugsmiðjan starfsemi sína í lok árs 2022. Nú erum við tímabundið staðsett í Grósku hugmyndahúsi á háskólasvæðinu og lofum að það er jafn ljúft að kíkja í bolla til okkar í Gróðurhúsinu eða Veru mathöll. Fylgist vel með hvað er næst á döfinni!


Reykjavíkurborg

Við hönnuðum Gagnahlaðborð Reykjavíkurborgar, en markmið verkefnisins er að auka aðgengi og gagnsæi á gögnum borgarinnar og sjálfvirknivæða birtingu gagna.


Flóki invest

Flóki Invest er framúrstefnulegt, kraftmikið og einstakt fjárfestingafélag sem sér tækifæri í nýsköpun, þróun og fjárfestingum til framtíðar. Lagt var upp með það að setja allar upplýsingar fram á skýran og gagnsæjan hátt, þannig að fólk fái góða innsýn í starfssemi félagsins.

Skoða vefinn


 • Listaverk

  Við mynduðum líf og starf á þjónustuskrifstofu Félaga háskóla­menntaðra sér­fræðinga

 • Listaverk

  Við myndatökur fyrir BHM lögðum við áherslu á að öll umgjörð væri greinilega íslensk


Honda

Bílanir frá Honda eru þekktir fyrir hágæða hönnun og smíði. Nýr vefur endurspeglar það enda byggir hann á sama undirvagni og vefur Öskju sem fékk tilnefningu til vefverðlauna árið áður.

Skoða vefinn

Smart

Í nýjum smart #1 upplifir þú það að vera hluti af framtíðinni. Nýr vefur miðlar fágaðri og einstakri hönnun. Sjón er sögu ríkari.

Skoða vefinn

Aldin

Leikjafyrirtækið Aldin fékk nýja stafræna ásýnd í samvinnu við Hugsmiðjuna á árinu. Litríkur vefur þar sem leikgleði er í fyrirrúmi.

Nánar

2023 komdu fagnandi

Við þökkum viðskiptavinum og samstarfsaðilum kærlega fyrir samstarfið og traustið á árinu.