Svo miklu meira en leikhús

  • ViðskiptavinurÞjóðleikhúsið

Á vef Þjóðleikhússins er auðvelt að nálgast ítarlegar upplýsingar um sýningar leikársins, kynnast starfsemi hússins, leikurum, leikskáldum og kaupa miða á allar sýningar.


Á vef Þjóðleikhússins er enginn dagur eins

Vefurinn endurspeglar það mikla og fjölbreytta starf sem fram fer í húsinu. Notendum gefst kostur á að skyggnast bak við tjöldin, fylgjast með undirbúningi fyrir sýningar og daglegu lífi listafólks.

Allar sýningar á einum stað

Auðvelt er að nálgast yfirlit yfir allar sýningar Þjóðleikhússins, þar sem myndefni hverrar sýningar fær að njóta sín.

Lifandi viðburðadagatal

Aðgengilegt viðburðardagatal auðveldar leikhúskorthöfum að velja sýningar fyrir allt leikárið.

Gleði og alvara

Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi, allt frá opnun þess árið 1950. Eitt meginhlutverk þess er að efla og glæða áhuga landsmanna á sviðslistum.


Stafræn leikskrá

Með umhverfissjónarmið og aukið aðgengi í huga, voru leikskrár færðar yfir á stafrænt form. Á þessum nýja miðli er leikskrám gefið líf með gagnvirkum lausnum, s.s. viðtölum við leikara og leikstjóra, ríkulegu myndefni og upplýsingum um listafólk.

Skjáskot af vef Þjóðleikhússins Skjáskot af vef Þjóðleikhússins
Skjáskot af vef Þjóðleikhússins

Og tjaldið fellur

Merki Þjóðleikhússins, fyrir miðju, er hægt að draga niður eins og tjald til að fá fram valmyndina í farsíma. Hér vinnur allt saman - hugmyndafræði, litir, form og virkni.

Dagbók leikhússins

Í Dagbók Þjóðleikhússins gefst almenningi kostur á að fylgjast með lífinu í húsinu og undirbúningnum sem fram fer á bakvið tjöldin. Þar má einnig finna ýmsar fréttir, myndbönd og áhugavert myndefni.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Þjóðleikhúsið

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Lyfjastofnun

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja

Krabbameinsfélagið

Mottumars 2018

  • Viðskiptavinur Krabbameinsfélagið

Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Vefurinn fyrir átakið í ár var unninn af Hugsmiðjunni í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið og auglýsingastofuna Brandenburg.

Dagur íslenskrar tónlistar

Gera sem allra mest fyrir íslenska tónlist

Hugsmiðjan tók að sér að halda utan um Dag íslenskrar tónlistar sem var haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 6. Desember 2018. 

Ásamt því augljósa, að hampa íslenskri tónlist og tónlistarmönnum, var verkefnið að auka vitund almennings um daginn, fá fjölmiðla til að styðja við verkefnið með umfjöllun og gera sem allra mest úr takmörkuðu fjármagni sem viðburður sem þessi hefur úr að spila. 


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?