Metár í
tilnefningum. stafrænni vöruþróun. fjarfundum. vefhönnun. sóttvörnum. markaðsetningu. grímuskyldu. vefauglýsingum. forritun. markaðsherferðum. efnisvinnslu. vefverslanir. listrænni stjórnun.
Lítum yfir árið 2021.

Bylting fyrir lögfræðinga, laganema og alla notendur Reglugerðasafns

Við hönnuðum og forrituðum nýja ferla til að tryggja að birting reglugerða þjóni endanlegum notendum Reglugerðasafns. Nú er hægt að skoða allar breytingar sem hafa verið gerðar á reglugerðum og í því felst stórbætt þjónusta fyrir notendur.

Skoða verkefnið

Vörur og þjónusta hjá Íslandsbanka

Við hönnuðum heildstæða vöru- og þjónustulausn með Íslandsbanka. Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað vörur, undirritað skilmála, séð stöðuna og skoðað vöru- og þjónustuúrvalið á einum stað í einföldu flæði. Eins eru nýir viðskiptavinir boðnir velkomnir á fljótlegan og þægilegan hátt á vef Íslandsbanka.

Nánar

Einfalt er að kaupa og selja í sjóðum í appi Íslandsbanka

Nú getur þú tekið sparnaðinn í gegn með nýrri viðbót við app Íslandsbanka. Við erum stolt af því að hafa unnið að þessu verkefni þar sem við einföldum ferlið við að kaupa og selja í sjóðum Íslandsbanka, bæði fyrir núverandi og verðandi notendur.

Vefverslun BIOEFFECT fyrir alþjóðlegan markað

BIOEFFECT opnaði á dögunum nýja og glæsilega vefverslun fyrir alþjóðlegan markað. Vörumerkið er í mikilli sókn og á vefnum er vandað og fallegt markaðsefni fyrirtækisins í forgrunni. Vefurinn er stílhreinn eins og er við hæfi fyrir premium brandið BIOEFFECT.

Skoða verkefnið

Við erum gríðarlega ánægð með nýja vefinn sem settur hefur verið í loftið til að byrja með á Íslandi, UK og USA. Samtarfið gekk vel, var faglegt og til fyrirmyndar – og rétt að byrja.

Liv Bergþórsdóttir forstjóri ORF Líftækni

Reykjavík.is

Hugsmiðjan vann ásamt samstarfsaðilunum Jónfrí og co, Jónas og Erlu og 1x Internet að hönnun og smíði nýs vefs Reykjavíkurborgar. Góð hnitmiðuð notendaupplifun og einkennandi stíll eru aðalsmerki vefsins.

Skoða verkefnið


Landsbjörg segir sögur

Allan ársins hring eru meira en 5500 sjálfboðaliðar björgunarsveita til taks um allt land. Markmið nýs vefs er að koma því fjölbreytta starfi til skila af virðingu og með nútímalegum hætti. Vefurinn er skýr og einfaldur í notkun, en nær á sama tíma að koma til skila spennandi efni í rituðu máli og grípandi ljósmyndum sem auðga notendaupplifun til muna.

Skoða verkefnið

Þú stýrir ferðinni – Askja sér um rest

Nýr vefur Öskju, hannaður og forritaður af Hugsmiðjunni, er fágaður, þjónustumiðaður og glæsilegur í alla staði. Á vefnum geta notendur nálgast vöruframboðið með einföldum hætti, pantað tíma í reynsluakstur eða á verkstæði Öskju og spara þannig dýrmætan tíma.

Meira um verkefnið

Look at the style, the approach, the platforms, the vision, the wealth of information and data... Hopefully you will be inspired by the futuristic and elegant design. THANKS to all involved! - @ORGrimsson á Twitter

Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands 1996-2016,

Stjórnarformaður ARCTIC CIRCLE

Landsvirkjun með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi

Hugsmiðjan forritaði vef Landsvirkjunar sem er fallega hannaður af Arnari Ólafssyni. Við lögðum upp með skýra, fallega kvikun sem hæfði viðfangsefninu. Vefurinn er bjartur og hraður.

Skoða vefinn


  • Dísa

    Ásdís Erna Guðmundsdóttir, forritari

  • nýjir starfsmenn

    Mikael Elí Stefánsson og Jónas G. Sigurðsson forritarar ásamt Bryndísi Sveinbjörnsdóttur vefhönnuði

  • Elín

    Elín Bríta Sigvaldadóttir, verkefnastjóri


Nýr minningarvefur, gjöf til þjóðar

Minningar er nýr vefur til að halda utan um minningar fólks um látna ástvini, tilkynna um andlát og skrifa minningargreinar. Hugsmiðjan hefur komið að því síðustu misseri að móta hugmyndina að baki vefnum auk þess að sjá um ásýnd og vefhönnun. Þá höfum við fylgt verkefninu eftir með stórri markaðsherferð.

Lesa um verkefnið


Við fengum Arna og Kinski, ásamt Ara Magg til liðs við okkur til þess að sjá um framleiðslu á auglýsingu Minninga.


Vinnustofur eru lykilatriði í undirbúningi verkefna. Þar greinum við kjarnann í verkefnum, stillum saman strengi og setjum okkur skýr markmið.

Ragnheiður Þorleifsdóttir Framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar

Nýr vefur fyrir hátæknifyrirtækið Orf Genetics

Vefurinn var hannaður og forritaður af Hugsmiðjunni og kynnir framsækið vísindastarf félagsins í plöntulíftækni. Vísindi, náttúra og sjálfbær orka mætast á einstakan hátt á vefnum. Græni liturinn flæðir milli síðna og áhrifamiklar ljósmyndir fá gott rými. Útkoman er einstakur vefur sem er á sama tíma einfaldur og aðgengilegur.

Nánar

112 Neyðarlínu appið

Í framhaldi af vinnu með Neyðarlínunni, Mennsk ráðgjöf og Samsýn að vef 112 unnum við að endurbótum á 112 Neyðarlínu appinu. Appið er hugsað til að flýta fyrir upplýsingagjöf þegar beðið er um aðstoð og er sérstaklega hugsað fyrir alla sem eiga erfitt með að hringja eða lýsa aðstæðum, svo sem vegna aðstæðna eða erfiðleika við tjáningu.

Nánar um appið

Haustblíða í Berlín og öll tækifæri nýtt til samveru

Þegar við máttum hittast og skemmta okkur saman þá stukkum við á tækifærið! Hugsmiðjan, ásamt mökum, átti góðar stundir í Berlín þar sem við fengum kærkomna framlenginu á sumrinu, sötruðum bjór við ána, héldum árshátíð sem byrjaði dönnuð á Michelin veitingastað og endaði í trylltum dansi að þýskum sið.

Við gerðum okkur glaðan dag hér á fróni líka, grilluðum og tjilluðum í heitum pottum, hvað annað gerir maður á Íslandi? Svo eru það fastir liðir eins og venjulega – íþróttafólkið okkar spreytti sig í Fifa og frolf og HXM-ladies héldu áfram sínum hádegisgöngum niður Laugaveginn.


Aztiq

Hugsmiðjan sá um mörkun ásamt hönnun og þróun á nýjum vef fyrir fjárfestingafélagið Aztiq. Vefurinn er kraftmikill og líflegur. Með einstakri hönnun og kvikun komum við þannig til skila framúrstefnulegu, einstöku starfi Aztiq.

Nánar

Róbert Wessman

Róbert Wessman leiðir fjárfestahóp Aztiq og höfum við samhliða Aztiq vefnum unnið að sérstökum vef sem nær utan um líf og starf Róberts hérlendis og erlendis.

Skoða vefinn


  • Listaverk

    Fæðing guðanna / Freeze Frame eftir Hrafnkel Sigurðsson.

  • Listaverk

    Ljósaverk Þórdísar Zoega, NET.


Almannarómur verndar íslenska tungu í stafrænni tækni

Mikið verður gaman þegar við verðum farin að getað talað íslensku við snjalltækin okkar. Almannarómur er að vinna í þessum málum og fengum við það verkefni að miðla starfsemi þeirra á nýjum vef.

Skoða vefinn

Ísey Skyr Bar

Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan og girnilegan vef fyrir Ísey Skyr Bar. Fyrirtækið er í miklum vexti og nú þegar hafa staðir verið opnaðir víðs vegar um landið og í Finnlandi. Stefnan er að kynna Ísey Skyr Bar fyrir heiminum með sérleyfum og munu því fleiri tungumál bætast við vefinn innan skamms.

Nánar

2022 komdu fagnandi

Við þökkum viðskiptavinum og samstarfsaðilum kærlega fyrir samstarfið og traustið á árinu.