Langstærsta undirskriftasöfnun sem fram hefur farið á Íslandi

Langstærsta undirskriftasöfnun sem fram hefur farið á Íslandi.

  • Heiti verkefnisMeet Us Don't Eat US

Hugsmiðjan kom að hugmyndavinnu og framkvæmd stærstu undirskriftarsöfnunar á Íslandi. Yfir 150 þúsund undirskriftir söfnuðust gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur.


Strategía

Strategía Hugsmiðjunnar var margþætt með skýrt markmið; að ná 100.000 undirskriftum gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur og um leið fræða fólk um staðreyndir varðandi hvalveiðar íslendinga.

01 Undirskriftavefur

Hugsmiðjan lagði til alla strategíu sem fólst í því að safna undirskriftum rafrænt með snjöllum hætti.

02 Samfélagsmiðla­herferð

Samfélagsmiðlar voru nýttir til að ná til erlendara ferðamanna og íslenskra dýravina.

03 Tónleikar

Vinsælt tónlistarfólk ljáði málstaðnum stuðning sinn í verki með mögnuðum tónleikum.

Magnaðir tónleikar í einstöku umhverfi

Skipulagður var stór viðburður þar sem vinsælir tónlistarmenn komu fram í Hvalasafninu til að vekja fólk til umhugsunar um átakið.

Átakið skilaði miklum árangri, markmiðum með undirskriftum var náð og vel það! Einnig skilaði átakið almennri vitundarvakningu um málefnið.


Meet us Don't Eat us undirskriftarsöfnun í síma

150.000 undirskriftir. Það tókst!

Kraftar vefsins, sérstaklega samfélagsmiðla, til að ná til breiðs hóps eru ótvíræðir. Hugsmiðjan er í fararbroddi varðandi nýtingu samfélagsmiðla í markaðsherferðum.

Krabbameinsfélagið

Mottumars 2018

  • Viðskiptavinur Krabbameinsfélagið

Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Vefurinn fyrir átakið í ár var unninn af Hugsmiðjunni í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið og auglýsingastofuna Brandenburg.

Almannarómur

Verndum íslenska tungu í stafrænni tækni

Persónuvernd

Ný lög kalla á nýjan vef með framúrskarandi miðlun upplýsinga

2018 var mikilvægt ár fyrir Persónuvernd. Með tilkomu nýrra persónuverndarlaga lá mikið við að veita almenningi framúrskarandi upplýsingaþjónustu. Markmið nýja vefsins var skýrt: Að miðla upplýsingum til almennings, fyrirtækja, stofnanna og fjölmiðla á sem aðgengilegastan og notendavænstan hátt.


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?