Hagnýting gagna

Kynntu þér undirstöðuatriði gagnavísinda (Data Science) og lærðu að búa til verðmæti úr gögnum með sömu aðferðum og tæknirisarnir nota.

Hvað er gerlegt með gagnavísindum? Hvað er ógerlegt? Hver eru fyrstu skrefin sem starfsemin þín getur tekið til að nýta gögn?

Þetta námskeið hjálpar þér að „tala tungumál“ gagnavísinda þannig að þú getir tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins hvað varðar gögn og gervigreind.

Hvað eru gagnavísindi?

Á undanförnum árum hefur orðið sprenging í gagnasöfnun fyrirtækja. Í þessu samhengi er stundum talað um ‘Big Data' og menn keppast við að bæta vörur sínar og þjónustu með nýtingu gagna.

Það getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir allan þann frumskóg aðferða sem beitt er við úrvinnslu gagna (Machine Learning, Predictive Analytics, Deep Learning, Data Mining, o.s.fv.). Í gagnavísindum eru þessi verkfæri notuð til að svara áhugaverðum spurningum með gögnum.

Ávinningur þátttakenda

  • Lærðu að skilja hvað gagnavísindi eru

  • Fáðu yfirsýn yfir helstu aðferðir og verkfæri sem eru notuð

  • Lærðu að búa til einfalt ‘Data Science Pipeline'

  • Fáðu tilfinningu fyrir því sem hægt er að gera með vitvélum (Machine Learning)

  • Lærðu um algeng vandamál við innleiðslu gagnavísinda og hvernig má komast hjá þeim

  • Tileinkaðu þér hugarfar gagnavísindamanns

Fyrir hvern er námskeiðið?

  • Alla sem vilja fá innsýn í heim gagnavísinda.

  • Sérstaklega miðað að verkefnastjórum og stjórnendum. Einstaklingum sem stefna ekki á að starfa sem gagnavísindamenn en vilja skilja landslagið.

  • Engar kröfur gerðar um reynslu eða menntun.

Tveggja daga námskeið,
þrjár klst. í senn.

Verð:
49.900,- kr.* Ath. að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldi.

Dagsetningar:

  • Ekkert námskeið á dagskrá

Staður:
Hugsmiðjan, Snorrabraut 56

Umsagnir þátttakenda

Námskeiðið gaf einstaklega góða og djúpa innsýn í efnið og við fengum leiðsögn sem mun nýtast okkur vel í framtíðinni.

Mjög gagnlegt. Lærði hluti sem ég get strax byrjað að nota.

Námskeiðið hjá Emil færði mér aðra sýn á gagnavísindi, bæði frá akademísku jafnt sem praktísku sjónarmiði. Hef góðan skilning á bestun við öflun og úrvinnslu gagna eftir námskeiðið en einnig betri yfirsýn á þau tól og tæki sem hægt er að nota.

Vefakademían

Opnaði augun mín fyrir mikilvægi þess að safna og vinna rétt með gögn fyrirtækisins.

Mjög góður inngangur og undirbúningur í frekari vinnu og lærdóm er snýr að hagnýtri vinnslu. Mæli með námskeiðinu fyrir þá sem vilja kynna sér undirstöðuatriðin og læra inn á verkfæri gagnavinnslunar.

Góður og ítarlegur fræðilegur hluti um hagnýtingu gagna frá leiðbeinanda, áhugaverð undirstöðuatriði gagnavísinda, góð verkfæri kynnt og kennt á.


Hagnýting gagna -

Kynntu þér undirstöðuatriði gagnavísinda (Data Science) og lærðu að búa til verðmæti úr gögnum með sömu aðferðum og tæknirisarnir nota.

Hvað er gerlegt með gagnavísindum? Hvað er ógerlegt? Hver eru fyrstu skrefin sem starfsemin þín getur tekið til að nýta gögn?

Þetta námskeið hjálpar þér að „tala tungumál“ gagnavísinda þannig að þú getir tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins hvað varðar gögn og gervigreind.

Nánar

Samfélagsmiðlun sem virkar -

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.

Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt

Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.

Nánar

Sérsniðin vinnustofa í stafrænum miðlum -

Lærðu að setja upp þínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google.

Vinnustofan er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga.

Nánar

Google Ads - Kostuð leit og vefauglýsingar -

Markvisst og mælanlegt markaðsstarf

Lærðu að nota Google Ads í þínu markaðsstarfi og nýttu peningana í markvissar og mælanlegar aðgerðir.

Nánar

Skrifað fyrir fólk og leitarvélar -

Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni

Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niðurstöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.

Nánar