Samfélagsmiðlun sem virkar

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.

Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt

Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.

Ávinningur þátttakenda 

  • Kynnast nýjum möguleikum í markaðssetningu í gegnum samfélagsmiðla.
  • Kynnast eiginleikum og tækifærum helstu miðla.
  • Farið yfir dæmi um notkun á samfélagsmiðlum sem eru til fyrirmyndar.
  • Læra að setja upp herferðir og lesa úr árangri þeirra þannig að fjármunir nýtist sem best.
  • Kynnast því hvernig betra efni er framleitt  fyrir samfélagsmiðla.
  • Læra að nýta sérhæfða en gríðarlega öfluga möguleika samfélagsmiðla í öllu markaðsstarfi.
  • Og margt fleira …

Ekki missa af Lestinni

„Það sem ég er að ýja að er að þessi kerfi eru kannski farin að þekkja okkur betur en við þekkjum okkur sjálf.“

Hlustaðu á viðtal í Lestinni á RÚV við Margeir, sérfræðing Hugsmiðjunnar, um gagnaöflun samfélagsmiðla og friðhelgi einkalífsins og það hvernig fyrirtæki um allan heim eru farin að nýta sér þessi gögn til að selja fólki vörur og þjónustu. 

Auglýsingakerfi Facebook

Meðal þess fjölmarga sem tekið er fyrir er hið umdeilda en gríðaröfluga auglýsingakerfi Facebook og Instagram og sýnt er hvernig við getum nýtt það okkur í hag. Þá er farið ítarlega í tölfræðina en rétt beiting hennar er lykilatriði til að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki.

Tveggja daga námskeið,
þrjár klst. í senn.

Verð:
49.900,- kr.* Ath. að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir 90% af námskeiðsgjaldi.

Dagsetningar:

  • Ekkert námskeið á dagskrá

Staður:
Hugsmiðjan, Snorrabraut 56

Umsagnir þátttakenda

TAKK! Þessi fyrirlestur var alveg frábær. Ég sat a.mk. límd í stólnum, nýjar víddir að opnast.

Frábærlega fræðandi námskeið. Það opnuðust fyrir mér nýir heimar í skilvirkari notkun samfélagsmiðla.

30% söluaukning á milli ára, með minni birtingakostnaði! Get hiklaust mælt með þessu námskeiði og sé mest eftir því að hafa ekki farið miklu fyrr.

Mér fannst sérstaklega gagnlegt að fara yfir það hvernig maður á að setja efnið sitt fram á samfélagsmiðlum og hvernig sú framsetning er ólík öðrum miðlum eða auglýsingaefni.

Námskeiðið var mjög gott og verulega praktískt.

Margeir var búinn að kynna sér hvern þátttakanda nokkuð vel og gat gefið sérsniðin ráð.


Hagnýting gagna -

Kynntu þér undirstöðuatriði gagnavísinda (Data Science) og lærðu að búa til verðmæti úr gögnum með sömu aðferðum og tæknirisarnir nota.

Hvað er gerlegt með gagnavísindum? Hvað er ógerlegt? Hver eru fyrstu skrefin sem starfsemin þín getur tekið til að nýta gögn?

Þetta námskeið hjálpar þér að „tala tungumál“ gagnavísinda þannig að þú getir tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins hvað varðar gögn og gervigreind.

Nánar

Samfélagsmiðlun sem virkar -

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.

Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt

Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.

Nánar

Sérsniðin vinnustofa í stafrænum miðlum -

Lærðu að setja upp þínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google.

Vinnustofan er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga.

Nánar

Google Ads - Kostuð leit og vefauglýsingar -

Markvisst og mælanlegt markaðsstarf

Lærðu að nota Google Ads í þínu markaðsstarfi og nýttu peningana í markvissar og mælanlegar aðgerðir.

Nánar

Skrifað fyrir fólk og leitarvélar -

Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni

Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niðurstöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.

Nánar