Skrifað fyrir fólk og leitarvélar

Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni

Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niðurstöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.

Markmið með námskeiði

Í þessu námskeiði förum við yfir kosti þess að skrifa bæði fyrir fólk og leitarvélar.

Með því að nýta aðferðir efnisstefnu (e. content strategy) verður auðveldara að kortleggja efnisþarfir og vinna texta fyrir vefsvæði eða stakar síður. Þar nýtast líka tiltekin verkfæri leitarvélabestunar til að gefa okkur ábendingar um efnisskrif og uppbyggingu.

Til eru vinnureglur varðandi það að miðla upplýsingum í texta með skýrum og greinargóðum hætti. Það vill svo skemmtilega til að slíkur veftexti hentar um leið „lesskilningi“ leitarvéla.

Ávinningur þátttakenda

  • Kynnast gagnsemi þess að vinna efnisstefnu sem undirstöðu fyrir vefskrif.
  • Læra bestu aðferðir (e. best practices) í vefskrifum.
  • Kynnast helstu nálgunum við að vinna efnisstefnu.
  • Fá innsýn í það hvernig tæki leitarvélarbestunar nýtast í efnisstefnu fyrirtækja.
  • Þátttakendur vinna að efnishönnun og textaskrifum fyrir tiltekin dæmi.

Tveggja daga námskeið, þrjár klst. í senn

Verð:
49.900,- kr.* Ath. að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldi.

Dagsetningar:

  • Ekkert námskeið á dagskrá

Staður:
Hugsmiðjan, Snorrabraut 56

Umsagnir þátttakenda

Námskeiðið gefur góða heildaryfirsýn yfir mikilvæg málefni við uppbyggingu og viðhald á vefverkefnum. Leiðbeinandi hefur greinilega mikla reynslu og þekkingu á efni námskeiðsins.

Skýrt og mjög hagnýtt.

Fannst gott að sjá dæmi um góða/slæma texta, og bara gott yfirhöfuð að hafa námskeiðið með fókus á það sem fólk er að vandræðast með/vinna í.

Gott að hafa 'raunveruleg' dæmi. Einnig góðar vísanir í ítarefni. Í heildina gott skipulag og góð kennsla.

Best fannst mér hversu vel undirbúinn Tóró var og almenn faglegheit hans. Hann er augljóslega áhugasamur um efnið og það skín í gegn.

Fannst þetta spot on. Mjög relevant fyrir mig á þessum tímapunkti. Að setja slíka stefnu áður en maður fer af stað í endurskoðun efnis verður gulls ígildi

Vefakademían


Hagnýting gagna -

Kynntu þér undirstöðuatriði gagnavísinda (Data Science) og lærðu að búa til verðmæti úr gögnum með sömu aðferðum og tæknirisarnir nota.

Hvað er gerlegt með gagnavísindum? Hvað er ógerlegt? Hver eru fyrstu skrefin sem starfsemin þín getur tekið til að nýta gögn?

Þetta námskeið hjálpar þér að „tala tungumál“ gagnavísinda þannig að þú getir tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins hvað varðar gögn og gervigreind.

Nánar

Samfélagsmiðlun sem virkar -

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.

Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt

Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.

Nánar

Sérsniðin vinnustofa í stafrænum miðlum -

Lærðu að setja upp þínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google.

Vinnustofan er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga.

Nánar

Google Ads - Kostuð leit og vefauglýsingar -

Markvisst og mælanlegt markaðsstarf

Lærðu að nota Google Ads í þínu markaðsstarfi og nýttu peningana í markvissar og mælanlegar aðgerðir.

Nánar

Skrifað fyrir fólk og leitarvélar -

Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni

Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niðurstöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.

Nánar