Hugsmiðjan átti annasamt
ár í stafrænni vöruþróun. vefhönnun. markaðsetningu. vefauglýsingum. forritun. markaðsherferðum. efnisvinnslu. kennslu. samfélagsmiðlaherferðum. listrænni stjórnun. ljósmyndun.
Stiklum á stóru.

Gjörbreytt þjónusta fyrir viðskiptavini Íslandsbanka

Hugsmiðjan hannaði og forritaði framúrskarandi ferla og lausnir með Íslandsbanka.

Skoða verkefnið


Karlaklefi Krabba­meinsfélagsins

Í karlaklefum landsins er spjallað um allt mögulegt – við settum upp einn til viðbótar! Karlaklefinn er vefur um heilsu, forvarnir og auðvitað krabbamein: Skrifaður fyrir karlmenn og aðstandendur þeirra.

Skoða verkefnið

Tónlist í takt við tímann

Við fengum að kynnast íslensku tónlistarfólki á persónulegan og nýstárlegan hátt þegar við tengdum Nova saman við listafólk Tónlistans í gegnum lagabanka Instagram. Við erum óhrædd við að feta ótroðnar slóðir og nýta nýjungar nýrra miðla og miða markvisst á réttan markhóp með markaðsefni sem virkar.

Stafræn bylting í bígerð hjá borginni

Hugsmiðjan, hönnunarstofan Krot og Reykjavíkurborg hófu spennandi samstarf á árinu til að auka gæði í stafrænum verkefnum borgarinnar.

Unnið er hörðum höndum að nýju hönnunarkerfi fyrir Reykjavík og við getum ekki beðið eftir því að sýna ykkur meira en verkefnið verður kynnt síðar á árinu.


Karnival á Klapparstíg

Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, tryllti gesti Menningarnætur með þéttum töktum. Það var okkur sönn ánægja að leyfa Reykvíkingum að finna fyrir orkunni sem Margeir deilir með okkur daglega.


Myndbandið var framleitt í samvinnu við Snorri Bros fyrir Nova & DJ Margeir.

Metár hjá Vefakademíunni

Aðsókn í Vefakademíuna heldur áfram að aukast. Góð hönnun, nýting gagna og markviss notkun nýrra miðla verður sífellt verðmætari fyrir fyrirtæki. Þess vegna munum við halda áfram að deila þekkingu okkar.


  • 630Fjöldi nemanda sem sóttu námskeið á árinu
  • 38Fjöldi námskeiða haldin á árinu
  • 96Ánægja meðal nemenda

Virkilega vel framsett og fróðleikt. Gaf manni mikið að sjá alvöru dæmi um samfélagsmiðlun sem virkar. Ég mun klárlega mæla með þessu námskeið fyrir þá sem vilja ná árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Geir Gunnar Markússon Næringafræðingur, NLFÍ

EES-samningurinn á mannamáli

Utanríkisráðuneytið og Hugsmiðjan, í samstarfi við myndlistakonuna Helgu Páley Friðþjófsdóttur, unnu saman að gerð fimm skemmtilegra skýringarmyndbanda sem fjalla um ávinning EES-samningsins en hann hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks á Íslandi, þó allir átti sig ekki endilega á því.

Skoða verkefnið

Beiðnir um skimanir margfaldast og Bleika slaufan seldist upp

Við erum gríðarlega stolt af samstarfinu við Bleiku slaufuna á árinu sem leið en söfnunarfé átaksins er grundvöllur fyrir þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Með öflugri markaðsherferð margfölduðust beiðnir um skimanir og vefverslun Bleiku slaufunnar jókst til muna.

Ljósmynd: Baldur Kristjánsson fyrir Krabbameinsfélagið og Brandendburg.

  • Ljósmyndir: Jóhanna Þorkelsdóttir fyrir Krabbameinsfélagið og Hugsmiðjuna.


Einn stærsti flutningaþjónustvefur Evrópu leit dagsins ljós

Hugsmiðjan hannaði nýjan vef fyrir Samskip til þess að einfalda og auka þjónustu þeirra við sína viðskiptavini en þeir geta núna fylgst með sendingum sínum í rauntíma.

Skoða verkefni

Dansað við stjörnurnar

Árshátíð Hugsmiðjunnar var haldin á Búðum sem skartaði sínu fegursta. Við syntum í sjónum og dönsuðum undir stjörnubjörtum himni og ægifögrum norðurljósum langt fram á morgun.


Nýr vefur Árborgar

Árborg setur markið hátt við þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og einn lykilþáttur í því er að bjóða upp á framsæknar stafrænar lausnir. Nýr vefur sveitarfélagsins fór í loftið í lok árs og er liður í því að einfalda þjónustuna við bæjarbúa.

Skoða vef

Dagur íslenskrar tónlistar

Hugsmiðjan tók að sér að halda utan um Dag íslenskrar tónlistar sem var haldinn hátíðlegur í Iðnó síðastliðinn fimmtudag. Ásamt því að hampa íslenskri tónlist og tónlistarmönnum, var verkefnið að auka vitund almennings, fá fjölmiðla til að styðja við verkefnið og gera sem allra mest úr takmörkuðu fjármagni sem viðburður sem þessi hefur úr að spila.

Hönnun og grafík: Kristján Jón Pálsson og Þórdís Erla Zöega fyrir Hugsmiðjuna.


Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir samstarfið á árinu.

2020 komdu fagnandi

Takk fyrir frábært ár!