Fordæmalaust
ár í stafrænni vöruþróun. fjarfundum. vefhönnun. sóttvörnum. markaðsetningu. grímuskyldu. vefauglýsingum. forritun. markaðsherferðum. efnisvinnslu. kennslu. samfélagsmiðlaherferðum. listrænni stjórnun. ljósmyndun.
Lítum yfir árið 2020.

Hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar

Hugsmiðjan hefur unnið að stafrænni ásýnd og hönnunarkerfi fyrir Reykjavíkuborg ásamt frábæru teymi. Kerfið tryggir góða notendaupplifun og samræmt útlit allra sjálfvirkra ferla borgarinnar.

Skoða vef


Stafrænir ferlar sem breyta lífi fólks

Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini og höfum við verið þeirra helsti samstarfsaðili í þróun og hönnun. Förum yfir það helsta.

Skoða verkefnið

Stafrænt Ísland

Hugsmiðjan er þátttakandi í stafrænu umbreytingaferli ríkisins, sem ber yfirskriftina Stafrænt Ísland. Verkefnið er ákaflega metnaðarfullt en með því að efla stafræna þjónustu hins opinbera er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári.

Skoða verkefnið

Nýtt tól í baráttunni við ofbeldi

Hugsmiðjan er ákaflega stolt að hafa fengið að taka þátt í því að búa til nýja leið fyrir fólk til þess að leita sér aðstoðar við ofbeldi.

Um er að ræða nýjan vef Neyðarlínunnar, sem er í senn upplýsinga og viðbragðsvefur þar sem opnað hefur verið á það að hægt sé að hafa samband við Neyðarlínuna í gegnum netspjall. Hönnun vefsins byggir á ítarlegum notendarannsóknum.

Skoða verkefnið

Öll samskipti við Orkusöluna á einum stað

Hugsmiðjan hefur átt í farsælu samstarfi við Orkusöluna á árinu. Hugsmiðjan hannaði og vefaði nýjan þjónustuvef og geta viðskiptavinir nú átt öll sín samskipti við Orkusöluna í gegnum þjónustuvefinn hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki með fjölþætta og dreifða starfsemi. Á þjónustuvefnum er m.a. hægt að fá upplýsingar um rafmagnsnotkun, nálgast og greiða reikninga og flytja þjónustu á milli þjónustuaðila.


Skeljungur í Prismic

Skeljungur fékk í hendurnar nýjan og nútímalegan vef. Myndmál er notað á skemtilegan hátt til þess að undirstrika það hvernig saga félagsins er samfléttuð sögu þjóðarinnar. Áhersla var lögð á að einfalda veftré og auka aðgengi viðskiptavina og fjárfesta að hagnýtum tölulegu upplýsingum.

Vefurinn nýtir sér Prismic sem (headless) vefumsjónakerfi. Vegna sveigjanleika Prismic höfum við verið að velja það umfram önnur kerfi við smíði á ýmiskonar veflausnum.

Skoða vefinn

Þetta Prismic er algjör snilld. Sjúklega einfalt og þægilegt í notkun. Hef ekki þurft einu sinni að biðja um aðstoð. Það er eiginlega lygilegt!

Steinar Þór Ólafsson Skeljungur

Ár stafrænna lausna

Verkefni Hugsmiðjunnar eru fjölbreytt og á árinu höfum við átt í farsælu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir bæði í þróun stafrænna lausna og markaðssetningu á vefnum. Á árinu fengum við einnig öflugan liðsstyrk í stjórn Hugsmiðjunnar þegar Agnar Tr. Le’Macks tók sæti í stjórn félagsins.


Við erum afar þakklát okkar viðskiptavinum sem hafa treyst okkur fyrir fjölbreyttum verkefnum á árinu sem einkennast af miklum metnaði og framsýni. Hjá okkur starfar framúrskarandi fagfólk sem ég er einstaklega stolt af. Fjarfundir og allskonar áskoranir einkenndu árið en afraksturinn sýnir fram á þrautseigju okkar teymis og viðskiptavina.

Ragnheiður Þorleifsdóttir Framkvæmdastjóri

Saman í Sókn

Hugsmiðjan og Döðlur settu saman öflugt teymi til að vinna að hugmynd fyrir útboð Íslandsstofu á markaðssetningu á Íslandi á tímum Covid-19. Verkefnið varð ekki okkar, en við vorum stolt af árangrinum og ákváðum að gefa innsýn í okkar nálgun á viðfangsefnið.

Skoða verkefnið

Við trúum á kraftinn í öflugu samstarfi. Við erum ófeimin við að leita út fyrir raðir okkar eftir þeim hæfileikum og þekkingu sem þarf til að skila sem bestri afurð.

Margeir Steinar Ingólfsson Stjórnarformaður

Styttri vinnuvika, okkar hjartans mál

Hugsmiðjan fékk það hlutverk að hanna vef og stýra kynningarherferð fyrir BSRB um styttingu vinnuvikunnar.

Vefurinn er hjartað í kynningarherferð um styttinguna og tók öll efnisvinnsla vefsins mið af því.

Skoða verkefnið


  • 31vilja frekar versla á netinu en að fara í verslanir.
  • 94Íslendinga 18 ára og eldri versla á netinu.
  • 24hafa aukið innkaup vegna Covid-19.

Vöxturinn er rétt að byrja. Breytingin hefur verið hröð og í kortunum er veldisvöxtur í netviðskiptum. Besti tíminn til að stíga inní framtíðina var fyrir nokkrum árum. Næst besti tíminn er núna.

Margeir Steinar Ingólfsson Stjórnarformaður

Te og Kaffi með nýja vefverslun

Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan vef fyrir Te og Kaffi og geta viðskiptavinir nú nálgast vöruframboð Te og kaffi gegnum vefverslun. Notendur ættu að fá tilfinningu fyrir gæðum og góðu bragði þegar þeir vafra í gegnum vefninn og skoða vöruframboðið eða versla vörur.

Skoða verkefnið

Kvikmyndaskóli Íslands

Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan vef fyrir Kvikmyndaskóla Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við hönnunar- og auglýsingastofuna Tvist.

Skoða vef

Líka gaman!

Þetta ár hefur verið óvenjulegt í alla staði og hafa takmarkanir haft áhrif á skemmtanir Hugsmiðjunnar eins og við var að búast. Árshátíðarferð Hugsmiðjunnar til Berlínar bíður betri tíma.

En sumarið var tíminn, við áttum góðar stundir á stuðsmiðjudeginum í byrjun sumars, fórum í vínsmökkun, skáluðum og borðuðum saman góðan mat.


Stafræn motta

Hugsmiðjan hefur átt í áralöngu samstarfi við Krabbameinsfélagið, meðal þess sem að við tókum okkur fyrir hendur í ár var samfélagsmiðlaherferð fyrir Mottumars.


Ákvörðunartækið

Ákvörðunartækið er hannað til þess að aðstoða menn við að taka ákvörðun um skimun við blöðruhálskrabbameini. Krabbameinsfélagið leitaði til okkar með að hanna og forrita stafræna lausn sem að leiðir notendur í gegnum gagnvirkt fræðsluefni um skimanir gegn krabbameini í blöðruhálskirtli.

Skoða vef

Nýr vefur Lyfjastofnunnar

Vefur Lyfjastofnunar fór í gegnum mikla endurskipulagningu og endurhönnun. Markmiðið var að auka sjálfvirkni og bæta þjónustu við notendur stofnunarinnar.

Skoða vef

Ljósmyndatökur

Við unnum nýjan vef með Heyrnatækni og fengum tækifæri að ljósmynda starfsfólkið við störf. Það er svo mikilvægt að vera með myndefni sem endurspeglar raunverulegt starfsumhverfi og færir vefinn upp á hærra plan.

Skoða vef

Umboðsmaður barna

Nýjum vef er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum og ungmennum.

Það er virkilega mikilvægt að standa vörð um líðan barna og við erum ánægð að fá að leggja verkefninu lið.

Skoða vef


Barnaverndarstofa

Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan vef fyrir Barnaverndarstofu og fékk Lindu Ólafsdóttur til að myndskreyta vefinn sem glæddi hann hlýju og lífi. Á vefnum má finna mikilvægar upplýsingar um barnavernd og úrræði.

Skoða vef

Viðskiptaráð

Vefur Viðskiptaráðs er mikilvægur vettvangur fyrir alla þeirra miðlun og útgáfu. Við hönnun vefsins var lögð áhersla á gera málefnastarfinu góð skil og auðvelda notendum að nálgast allt útgefið efni eftir málaflokki.

Skoða vef



Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir samstarfið á árinu.

2021 komdu fagnandi

Takk fyrir árið!