Við erum stolt af samvinnunni
Við hjálpum þér að ná árangri með nýrri tækni. Við elskum að skapa fallegar, notandavænar og árangursríkar lausnir.
Við hjálpum þér að ná árangri með nýrri tækni. Við elskum að skapa fallegar, notandavænar og árangursríkar lausnir.
Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur samvinnu og samtals um málefni norðurslóða. Hápunktur starfsins er árlegt þing Arctic Circle sem haldið er í Hörpu. Samtökin eru sérstaklega áberandi í umræðunni um loftslagsmál, einskonar lifandi vettvangur fyrir þetta mikilvæga málefni.
Hugsmiðjan hannaði, forritaði og setti upp nýjan vef Arctic Circle, sem heldur utan um fjölbreytta viðburði, upplýsingar og skráningu ásamt útgefnu efni um málefni norðurslóða.
Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis hefur opnað á nýjum vef 112.is unnin af Hugsmiðjunni og aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Aukin hætta er á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum. Það er því brýn nauðsýn að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á ný úrræði til lausnar. Það geta verið þung skref að leita sér hjálpar vegna ofbeldis í nánu sambandi. Margir veigra sér við að hringja í 112 en með nýjum vef er verið að bjóða upp á nýtt viðbragðsúrræði, því á vefnum er að finna netspjall við neyðarverði Neyðarlínunnar.
Vefur Neyðarlínunar var valin stafræn lausn ársins á Íslensku vefverðlaununum 2020 auk þess að hljóta aðal viðurkenningu vefverðlaunnanna „Verkefni ársins!“. Það var virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir þetta samfélagslega mikilvæga verkefni.
Karlaklefinn er vefur fyrir karlmenn um heilsu, forvarnir og auðvitað krabbamein: Skrifaður fyrir karlmenn og aðstandendur þeirra, lausnamiðaður og vísar óhikað á aðra vefi varðandi ítarupplýsingar.
Hugmyndin að baki Karlaklefanum var mótuð í samvinnu Hugsmiðjunnar og Krabbameinsfélagsins. Hann er hugsaður sem millistig milli átaksverkefnisins Mottumars annars vegar og stóra bróður, vefs Krabbameinsfélagsins, hins vegar.
2018 var mikilvægt ár fyrir Persónuvernd. Með tilkomu nýrra persónuverndarlaga lá mikið við að veita almenningi framúrskarandi upplýsingaþjónustu. Markmið nýja vefsins var skýrt: Að miðla upplýsingum til almennings, fyrirtækja, stofnanna og fjölmiðla á sem aðgengilegastan og notendavænstan hátt.
Markmið okkar var að skapa vef sem leyfði Borgarleikhúsinu að sýna allt það besta sem það hefur upp á að bjóða. Glæsilegt myndefni er í forgrunni. Gestir ættu að fá innblástur, vera skemmt, læra eitthvað nýtt og auðvitað helst af öllu finna brennandi löngun til að skella sér í leikhúsið!
Tryggingamiðstöðin fór í allsherjar rebranding vinnu og í kjölfarið leituðu þau til okkar að endurhanna vefinn þeirra. Nýi vefurinn endurspeglar nýja ásýnd og áherslur TM.
Á Íslandi eru um 100 þúsund skráðir Spotify notendur. Við hjálpum þeim að finna réttu tónlistina fyrir rétta tilefnið - á sem auðveldastan hátt. Markmiðið með verkefninu er að kynna íslenska tónlist á streymisveitunni Spotify - til hagsbóta fyrir flytjendur og höfunda. Tónlistin er aðalatriði.
Vefurinn var tilnefndur sem markaðsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum. Það er aukaatriði.
EFLA er þekkt fyrir að vera í forystu hvað varðar nýsköpun, nýjungar og að sýna hugrekki. Einkunnarorð fyrirtækisins eru “Allt mögulegt”. Hönnun vefsins endurspeglar þessi gildi með frumlegri framsetningu verkefna og faglegu viðmóti.
Kjarnastarfsemi Krabbameinsfélagsins er fræðsla, forvarnir og stuðningur við einstaklinga sem greinast. Auk þess að fá almenning til að styrkja félagið. Lagt var upp með að vefurinn yrði einstaklega notendavænn og auðveldur í notkun.
Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Vefurinn fyrir átakið í ár var unninn af Hugsmiðjunni í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið og auglýsingastofuna Brandenburg.
Hmagasin.is er léttur og skemmtilegur lífsstílsvefur fyrir ungt fólk. Markmið vefsins er að styðja við markaðsstarf fyrirtækisins með spennandi efni um heilsu, hreyfingu, tísku og menningu með tengingu við vörur fyrirtækisins.