Kokka lógó

Kokka

Vandaðir hlutir sem gleðja bæði hug og hönd

Stefna Kokku er að leiðbeina viðskiptavininum í gegnum frumskóg eldhúsáhaldanna og aðstoða við val, notkun og viðhald. Að baki þeirra hugmynda þarf öflugan vef og fékk Hugsmiðjan það verkefni að gera vef Kokku einfaldan, hrífandi og söluvænan. Markmiðið var að vefurinn líkist þeirri upplifun að koma í búðina sjálfa.

Vefverslun Kokku

Nálgun

Kokka selur gæðavörur frá framleiðendum allsstaðar úr heiminum og lögðum við áherslu á að gera vörunum hátt undir höfði. Mikið vöruúrval er í boði og því mikilvægt að það taki stuttan tíma að finna það sem leitað er að.

Flokkarnir í leiðarkerfi bera skýr og skemmtileg heiti. Leiðarkerfið stýrir viðskiptavinum áfram og gefur þeim ýmsa valkosti til að finna réttu vörurnar. Tveir flokkar eru sérstaklega hugsaðir til að gefa viðskiptavininum hugmyndir og aðstoða hann við að finna gjafavörur; „Gefa“ og „Vinsælir vöruflokkar“.

Það þótti við hæfi að bæta við bloggi til að gefa vefnum persónulegara yfirbragð, þar er meðal annars að finna uppskriftir sem geta mögulega aukið sölu á tilteknum vörum.

Valmynd Kokku

Leitarvirkni er mjög mikilvæg á vef sem þessum og var leitin sérsniðin til að stýra vöruframboði og gefa hugmyndir að vörum þegar orð eru slegin inn.

Kaupferlið var einnig endurhannað með það að markmiði að lágmarka brottfall viðskiptavina og gera þeim auðveldara að klára pantanir. Söluferlið er skýrt og engin vafi leikur á í hvaða skrefi viðskiptavinur er staddur í söluferlinu.

Kaupferli

Verkþættir Hugsmiðjunnar

  • Útlits- og viðmótshönnun
  • Ráðgjöf og aðstoð við skipulagningu og veftré
  • Viðmótsforritun og kerfisuppsetning
  • Uppsetning sérlausna og virkniprófanir
Dæmi um vörubirtingu

Niðurstaða

Nýr, einfaldur og skalanlegur vefur Kokku fór í loftið í desember 2014. Nýr vefur styrkir hugmyndina að baki Kokku; að leiðbeina fólki, opna augu þess fyrir mismunandi notagildum vandaðrar vöru og finna hvað því sjálfu hentar best.

Pössum við saman?

Ef þig langar að gera góða hluti á netinu þá viljum við endilega heyra í þér!

Hafa samband