Lyfja lógó

Lyfja

Lifið heil

Metnaður starfsfólks Lyfju felst fyrst og fremst í að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna og veita góða þjónustu. Hugsmiðjan fékk það verkefni í hendur að aðstoða þau við að endurspegla þá sýn á glænýjum vef.

Í góðu samstarfi við Lyfju var tekist á við það verkefni að koma vefnum í nútímalegt útlit ásamt því að gera úrbætur í aðgengi. Markmiðið var að endurhanna Lyfjabókina og gera hana ásamt víðtækri fræðslu um lyf, heilbrigði og heilsu mun sýnilegri og aðgengilegri á vefnum. Auk þess átti að kynna nýja þjónustu hjá Lyfju sem gerir fólki kleift að panta lyf í gegnum vefinn.

Okkar nálgun

Við smíði á nýja vefnum var aðgengi lykilatriði í hönnun á framsetningu efnis. Við vildum draga allan fróðleik betur fram, auðvelda notendum að fletta í gegnum hann og sýna að Lyfja leggur sig fram við að fræða fólk og svara spurningum um allt frá minniháttar kvillum til heilsu og heilsuvara. Skipulag á fræðsluefni varð skýrara og aðgengilegra, auðvelt er að senda inn fyrirspurnir og hægt er að leita í spurt og svarað á þægilegan hátt að öllu mögulegu tengt heilsu og lífsstíl.


Lyfjabókin býr yfir gríðarlega víðtækum fróðleik varðandi öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum, ásamt ítarlegum upplýsingum varðandi almenna notkun á tilteknu lyfi, aukaverkanir, milliverkanir og fleira.


Vinna var lögð í að gefa henni nýtt og ferskt útlit og gera leitarvirkni innan hennar snjalla. Notendur geta leitað eftir lýsingu, lögun og / eða lit töflu, auk upphafsstafs í nafni lyfs. Leitin í Lyfjabókinni er því ákaflega skilvirk og notendavæn.


Einnig fór veftré vefsins í gegnum ítarlega endurskipulagningu og formið fyrir að Panta lyf á netinu leit dagsins ljós.Verkþættir Hugsmiðjunnar

  • Forritun leitarvélar
  • Útlits- og viðmótsforritun
  • Ráðgjöf og aðstoð við skipulag veftrés
  • Uppsetning og rekstur Eplica
  • Allur fróðleikur gerður sýnilegri
  • Ábendingar varðandi rödd, tón og vefskrif

Niðurstaða

Vefurinn var verðugt verkefni og gott samstarf leitt af Írisi Gunnarsdóttur hjá Lyfju skilaði nýjum og glæsilegum vef sem fór í loftið í ágúst 2015.

Við samanburð á umferð á vefnum í vikunum frá opnun og sama tímabili ári áður sýndi tölfræði Google Analytics okkur áhugaverðar tölur. Umferð á vefnum á jókst um 90%, flettingar voru 156% fleiri og notendur staldra lengur við á vefnum. Þar að auki höfum við séð töluverða notkun á möguleikanum að panta lyf í gegnum netið.

Tölurnar tala sínu máli og erum við stolt af hafa unnið vefinn í samstarfi við Lyfju.