WOW lógó

Samgöngustofa

Besti opinberi vefurinn 2014
Some demo picture

Eftir sameiningu Umferðarstofu, Siglingastofnun og Flugmálastofnun stóð vefteymi Samgöngustofu frammi fyrir mikilli áskorun. Markmiðið var að gera einn notendavænan og aðgengilegan vef þar sem sameinaðir voru þessir þrír vefir sem töldu nálægt 3000 síðum. Til skrafs og ráðagerða fékk Samgöngustofa Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf til að aðstoða við gerð þarfagreiningar.

Some demo picture

Nálgun

Samgöngustofa var á þeim tíma sem við fengum verkefnið í hendurnar ekki komin með heildarútlit fyrir stofnunina og því stóðum við frammi fyrir því að marka útlit á vefnum frá grunni.

Jón Frímannsson, hönnuður hjá Hugsmiðjunni, gerði nokkrar tillögur að áferð vefjarins (og í leiðinni stofnunarinnar) og við kynningu kom í ljós að ein tillagan hitti beint í mark. Þetta auðveldaði mjög þá vinnu sem framundan var. Gerðar voru tillögur að stílum og sniðmátum sem hægt væri að endurnýta á mörgum stöðum á vefnum. Samgöngustofa tók svo efnið sitt í gegn og fækkaði efnissíðum úr um 2.000 í 800. 

Some demo picture

Verkþættir Hugsmiðjunnar

  • Útlits- og viðmótshönnun
  • Viðmótsforritun og kerfisuppsetning í Eplica
  • Uppsetning sérlausna og virkniprófanir
Some demo picture

Niðurstaða

Vefur Samgöngustofu vann til verðlauna sem „Besti opinberi vefurinn“ á Íslensku vefverðlaununum 2014. 

Við gerð vefjar Samgöngustofu var miðað að því að hann væri notendavænn og gæti þjónað fjölbreyttum og ólíkum þörfum viðskiptavina stofnunarinnar með sem aðgengilegustum hætti. Jafnframt var ríkuleg áhersla lögð á að vefurinn væri aðgengilegur í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur.

Af viðbrögðum viðskiptavina og starfsmanna Samgöngustofu má ætla að vefurinn hafi náð yfirlýstu takmarki og voru verðlaunin mikill heiður og staðfesting á árangri þeirrar vinnu sem lögð var í vefinn. 

Umsögn dómnefndar:

Við gerð besta opinbera vefsins hefur heimavinnan verið vel unnin. Skýr markmið eru með síðunni og markhópanálgun, skipulag og uppbygging til fyrirmyndar. Einfaldleiki er í fyrirrúmi í efnistökum og framsetningu og leitarvirkni er afburðagóð.

Leiðarkerfi er skýrt og gott flæði er á síðunni, sem er mikil áskorun fyrir vefsíðu sem þarf að koma á framfæri umfangsmiklum upplýsingum og ólíkum málaflokkum eftir sameiningu þriggja stofnana. Það er því við hæfi að vitna í Hávamál; „Sá einn veit: er víða ratar: og hefir fjöld um farið” og veita vef Samgöngustofu verðlaun í flokknum. 
Some demo picture

Pössum við saman?

Ef þig langar að gera góða hluti á netinu þá viljum við endilega heyra í þér!

Hafa samband