Við gerum glæsilega vefi

og höfum gert síðan 2001

Fjársýsla ríkisins

 

Fjs.is er glæsilegur, einfaldur og vel uppsettur vefur. Hann notast við staðlaðar og hefðbundnar aðferðir í framsetningu og miðlun upplýsinga sem hæfir viðfangsefni og upplýsingum vefsins einkar vel.

Vefurinn hlaut titilinn „Aðgengilegasti vefurinn“ í úrslitum Íslensku vefverðlaunanna 2013.

Matís

 

Matís er komin í ferskari búning. Þeir endurskipulögðu efnið sitt og fengu okkur til að hanna og vefa.

Útkoman er létt og fersk og skilaði það sér sem Besti opinberi vefurinn 2013.

Þjónustuvefur Mílu

 

Þjónustuvefur Mílu var hannaður, vefaður og sérforritaður af Hugsmiðjunni.

Markmið vefsins var einfaldleiki og notagildi þar sem starfsmenn Mílu og aðrir sem vinna við fjarskipti nota vefinn mikið við dagleg störf. Lausnin kom í stað apps en spjaldtölvur og snjallsímar eru megin tól notenda.

Útkoman var glæsileg og vann vefurinn titilinn Besti innri vefurinn 2013 á Íslensku vefverðlaununum.

Samskip

 

Samskip er orðinn snjall og aðgengilegur á öllum smátækjum. Einnig er hann kominn með nýtt og ferskt útlit og hafa allir 7 vefir fyrirtækisins farið í gegnum gagngera endurskoðun og uppröðun.

Útkoman er glæsileg og fékk vefurinn tilnefningu í flokkinum Aðgengilegasti vefurinn 2013 á Íslensku vefverðlaununum.

Reykjavík Excursions

 

„Einfaldur, heillandi og aðgengilegur“ voru helstu áhersluatriðin fyrir nýjan vef Reykjavík Excursions. Náttúra Íslands var sett í forgrunn og öflug ferðabókunarvél keyrir vöruframboðið. Lokaniðurstaðan er öflugur, sveigjanlegur og snjall vefur sem á eftir að nýtast ferðalöngum og Reykjavík Excursions vel og lengi.

Vefurinn hlaut tvær tilnefningar á Íslensku vefverðlaununum fyrir árið 2013, Besti fyrirtækjavefurinn (stærri fyrirtæki) og Aðgengilegasti vefurinn.

Lesa meira um gerð vefins.

TM

 

TM er kominn í léttari og snjallari búning þar sem þarfir viðskiptavinarins eru hafðar að leiðarljósi.

Takið eftir ritstýrðu leitinni á vefnum sem aðstoðar við að finna það sem leitað er að!

Ríkis­skatt­stjóri

 

Vefstjórar rsk.is komu til okkar vel undirbúnir. Þeir höfðu unnið mikla greiningu á markhópum og mikilvægi efnis.

Niðurstaðan er nútímalegur og snjall vefur sem er þægilegur í notkun.

Vefur ríkisskattstjóra fékk hæstu einkunn í Hvað er spunnið í opinbera vefi og hlaut viðurkenninguna „besti ríkisvefurinn 2013“.

Reykjavíkurborg

 

Reykjavíkurborg leitaði til okkar með hönnun á nýjum vef í huga en vefun og uppsetning fór annars staðar fram.

Vefurinn hefur fengið mikið lof fyrir nýja útlitið og hlaut meðal annars titilinn Besti sveitarfélagavefurinn í Hvað er spunnið í opinbera vefi.

Orkusalan

 

Orkusalan kom til okkar því þeir vildu gera skemmtilega hluti á vefnum. Eftir gott samstarf við greiningu, hönnun og forritun var niðurstaðan valin Besti íslenski vefurinn af Samtökum vefiðnaðarins 2011.

Orkusalan.is fékk einnig verðlaun fyrir Besta útlit og viðmót og sem Besti sölu- og kynningarvefurinn með færri en 50 starfsmenn.